BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alexander Helgi Sigurðsson lánaður í Víking Ólafsvík

31.07.2016

Miðvallarleikmaðurinn efnilegi, Alexander Helgi Sigurðsson, hefur verið lánaður í Víking Ólafsvík. Hann er tvítugur að aldri og kom aftur til okkar Blika í vor eftir að hafa dvalið í herbúðum hollenska úrvalsdeildarliðsins AZ Alkmaar i tvö ár. Alexander Helgi hefur átt við meiðsli að stríða í sumar en hefur nú náð sér.  

Alexander Helgi á að baki 10 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks og 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Það er von forráðamanna knattspyrnudeildar að leikmaðurinn fái góða reynslu í Ólafsvík enda höfum við Blikar góða reynslu af leikmönnum sem hafa spilað með Ólafsvíkingum. Þar má nefna Damir Muminovic, Ellert Hreinsson og nú síðast Gísla Eyjólfsson.

Blikar.is sendir Alexander Helga baráttukveðjur og óskar honum alls hins besta á nýjum slóðum. En við hlökkum líka til að fá hann sterkan til baka í haust!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka