BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alexander Helgi framlengir við Blika en fer á láni til Víkings Ó.

15.05.2018

Miðjumaðurinn efnilegi Alexander Helgi Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til loka keppnistímabilsins 2019. Á sama tíma var hann lánaður tímabundið í Víking Ó og mun hann spila næsta leik með Ólafsvíkingunum í Inkasso-deildinni. Alexander Helgi sem er 22 ára gamall hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár. En hann hefur sýnt miklar framfarir í vetur og því mikilvægt að hann fái sem mesta leikæfingu í keppnisleikjum.

Alexander Helgi fór ungur að árum til Az Alkmaar í Hollandi en meiðsli komu í veg fyrir að hann næði að láta til sín taka hjá félaginu. Hann snéri aftur til Blika árið 2016 en er fyrst núna að ná sér á strik. Alexander Helgi á að baki 18 leiki með yngri landsliðum Íslands og skoraði í þeim tvö mörk. Það verður spennandi að fylgjast með honum í Inkasso deildinni enda er Alexander Helgi mjög snjall knattspyrnumaður.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka