BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alexander Helgi framlengir við Blika

19.02.2019

Miðjumaðurinn snjalli Alexander Helgi Sigurðarson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Alexander Helgi sem er 22 ára gamall fór ungur að árum í atvinnumennsku. Þrálát meiðsli settu hins vegar strik í reikninginn hjá þessum öfluga leikmanni. En með mikilli vinnu og þrautseigju er hann smám saman að ná fyrri styrk.

Alexander Helgi á að baki 23 mótsleiki með meistaraflokki og hefur skorað 3 mörk. Það var hið eftirminnilega sigurmark sem hann setti gegn KR á Kópavogsvelli síðasta sumar. Meira>

Leikmaðurinn á einnig að baki 18 leiki með yngri landsliðum Íslands og skoraði tvö mörk í þeim leikjum.

Það verður mjög spennandi að fylgjast með leikmanninum næstu misseri því hann hefur alla burði til að verða einn besti miðjumaður Pepsi-deildarinnar.

Mynd: HVH

Til baka