BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alexander Helgi aftur til Blika!

06.05.2016

Miðjumaðurinn efnilegi Alexander Helgi Sigurðarson hefur ákveðið að koma aftur til Íslands og spila með uppeldisfélaginu sínu Breiðablik. Alexander Helgi sem er tvítugur á þessu ári hefur undanfarin ár verið á samningi hjá hollenska félaginu AZ Alkmaar.  Hann hefur leikið 10 leiki með U-17 ára og 8 leiki með U-19 ára landsliði Íslands þannig að þetta er mikill akkur fyrir Blikaliðið að fá Alexander heim aftur.

Alexander Helgi spilar yfirleitt sem djúpur miðjumaður en getur líka spilað aðra stöður. Hann var líka efnilegur frjálsíþróttamaður og átti meðal annars sæti í boðhlaupssveit Breiðabliks í 4x200 metra hlaupi sem setti Íslandsmet í flokki 15 ára árið 2009.

Breiðablik fagnar komu Alexander Helga til félagsins og bindum við miklar vonir að hann eigi eftir að styrkja Blikaliðið mikið á komandi árum.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka