BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alexander Helgi framlengir við Blika

20.12.2018

Blikinn snjalli Alexander Helgi Sigurðarson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til ársins XXX.

Alexander Helgi er 22 ára uppalinn Bliki. Hann fór ungur að árum til AZ Alkmaar í Hollandi en lenti í slæmum meiðslum. Hann kom aftur til landsins og hefur sýnt gríðarlega elju og seiglu að ná aftur fyrri styrk. Hann var lánaður til Víkinga Ó í fyrra í 1. deildina og sýndi þar snilldartakta. Alexander Helgi var því kallaður til baka úr láni um mitt mót og sýndi þar og sannaði að hann er að verða einn af bestu miðvallarspilurum landsins.

Hann hefur spilað 18 leiki með Blikum og skorað eitt mark. Þar að auki á hann að baki 18 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Blikar fagna þessum nýja samningi og bíða spenntir eftir að sjá Alexander Helga í grænu treyjunni næsta sumar.

Alexendar Helgi skorar sigurmark gegn KR á Kópavogsvelli í sumar. Mynd: HVH

Til baka