BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aðeins meira um vallarmál

08.05.2014

Ungmennafélagið Breiðablik hóf starfsemi sína á túni í landi Kópavogsbæjarins neðan við Kópavogsbraut. Félagið fékk árið 1951 úthlutað svæði sem markast af Kópvogsbraut í suður, Vallargerði í norður og Urðarbrautar í austur. Svæðið er þekkt sem Vallargerðisvöllur og hefur frá upphafi verið malarvöllur. Þar var aðstaða fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir   Árið 1956 byggðu félagar í Breiðablik með aðstoð bæjarins baðhús við völlinn sem stendur en við Vallargerði. Þá var ráðist í það á árunum  1964-1965 að hækka völlinn og leggja nýtt leirkennt malarlag. Þetta yfirlag var algjör bylting og var völlurinn talinn einn besti malarvöllur landssins. En var unnið að endurbótum á vellinum árið 1969 þegar sett voru upp sex möstur með flóðljósum til að hægt væri að nota völlinn í skammdeginu.

Vallargerðisvöllur var aðalíþróttasvæði bæjarins fram til ársins 1975 er Kópavogsvöllur var tekinn í notkun. Þó með þeirri undantekningu að Breiðablik lék heimaleiki sína í efstu deild karla í knattspyrnu á Melavellinum árin 1971-1973.

Breiðablik tekur á móti KR í 2. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld, fimmtudaginn 8. maí. Leikurinn fer fram á Samsungvellinum í Garðabæ og hefst klukkan 19:15. Kynning!

Þetta verður í fyrsta sinn í rúm 40 ár sem Breiðablik leikur heimaleik sinn utan Kópavogs.

**komið hefur fram ábending um að heimaleikur Breiðabliks gegn Fram í mai 1981 var spilaður á Melavellinum vegna skemmda á Kópavogsvelli.

 

Áfram Breiðablik!

Til baka