BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Adam til FC Nordsjælland

08.08.2014

Blikinn Adam Örn Arnarsson er búinn semja við danska liðið FC Nordsjælland til tveggja ára.

Adam sem er fæddur árið 1995 skrifaði undir samning við danska félagið í gær.

Þjálfari Nordsjælland er enginn annar en Ólafur H. Kristjánsson en hann ætti að þekkja vel til hans því Adam ólst upp hjá Breiðablik þar sem Ólafur þjálfaði þangað til í sumar þegar hann tók við Nordsjælland.

Við óskum Adam að sjálfsögðu til hamingju með samninginn og veruna hjá Nordsjælland.

Til baka