BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Adam Örn semur við Blika

19.03.2022 image

Bakvörðurinn snjalli Adam Örn Arnarson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Adam Örn sem er fæddur árið 1995 er uppalinn Bliki en hefur undanfarin átta ár leikið erlendis með liðum í Hollandi, Danmörku, Póllandi og Noregi.

Adam Örn hefur spilað fyrir U17, U19 og U21 árs landslið Íslands og á að baki einn A-landsleik. Sá leikur var gegn Mexíkó árið 2017.

Þetta er mikill hvalreki fyrir Breiðablik enda Adam Örn bæði drengur góður og snjall knattspyrnumaður.

Við hlökkum til að sjá Adam Örn í græna búningnum á nýjan leik!

Til baka