BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

ÍA - Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 25. september kl.14:00

22.09.2016

ÍA er það lið sem Breiðablik hefur næst oftast mætt í opinberri keppni. Liðin hafa mæst 107 sinnum í keppni frá fyrsta leik liðanna 16. maí árið 1965. Skagamenn hafa sigrað í 61. viðureign, Blikar hafa unnið 24 viðureignir og í 22 skipti er niðurstaðan jafntefli, en Skagamenn unnu nánast alla leiki liðanna á 30 ára tímabili frá 1965 til 1995. Fyrsti sigurleikur Blika á ÍA kom í Litlu bikarkeppninni 16. maí 1970 og fyrsti efstu deildar sigur Blika á ÍA (þá 1.deild) kom heimaleik okkar á gamla Melavellinum í Reykjavík 9. ágúst 1972.

Í 28 opinberum leikjum liðanna frá árinu 2000 hafa Blikar unnið 11 leiki, jafnteflin eru 8, og töpin eru 9. Blikar hafa skorað 54 mörk gegn 37 mörkum Skagamanna. Samtals 91 skoruð mörk í 27 leikjum síðan árið 2000.

Vinningshlutfallið fellur með Blikum þegar úrslit í efstu deildar leikjum liðanna frá 2006 eru skoðuð; 5 sigrar, 4 jafntefli og 4 töp í 13 efstu deildar leikjum 2006 til 2015. Skagamenn léku 1. deildinni árin 2009 - 2011, og aftur árið 2014. Því eru efstu deildar leikirnir bara 13 leikir á 10 ára tímabili 2006 - 2016. Liðin skora 40 mörk í þessum 13 leikjum.

Blikum hefur ekki gengið alveg nógu vel upp á Skaga því aðeins 1 Blikasigur í efstu deild hefur litið dagsins ljós þar síðustu 10 ár, en það var sigurleikur Blika í 5. umf. í lok maí í fyrra. Það var Arnþór Ari Atlason sem skoraði eina mark leiksins á 68. mín nánar um leikinn. Árangur Blika í efstu deildar leikjum gegn ÍA á Skaganum 2006- 2015 er:  1 sigur, 3 jafntefli og 2 töp.

Leikur ÍA og Breiðabliks á Norðurálsvellinum á Akranesi á sunnudaginn er 108 viðureign liðanna í öllum leikjum frá upphafi; 52. viðureign liðanna í efstu deild frá upphafi og 3 viðureign liðanna á þessu ári.

Í júlí 2016 gerðu Skagamenn góða ferð í Kópavoginn og unnu nauman 0-1sigur í leik sem Blikar áttu í vandræðum að koma tuðrunni í netið. Nánar um leikinn.

Í júní 2016 unnu Blikar góðan 1-2 sigur á ÍA með sigurmarki frá Ágústi Eðvald Hlynssyni í framlengdum leiki í 16-liða úrslitum í Borgunarbikarsins. Nánar um þann leik.

Leikurinn á sunnudaginn hefst stundvíslega kl.14:00.

Fjölmennum á Skagann og löndum Evrópusæti.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka