BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Arnór, Elfar og Haukur framlengja til 2014

20.04.2011

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elvar Freyr Helgason og Haukur Baldvinsson hafa allir framlengt samninga sína við knattspyrnudeild Breiðabliks til loka árs 2014. Þessir leikmenn léku stórt hlutverk þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í meistaraflokki karla í fyrra. Arnór hefur líka átt sæti í A-landsliði Íslands og Elfar Freyr hefur staðið vaktina hjá hinum frábæra U-21 árs landsliði Íslands.

Knattspyrnudeild Breiðabliks fagnar þessum tímamótum því þessir leikmenn hafa með þessu ákveðið að taka fullan þátt í þeirri vegferð sem er framundan er. Breiðablik tekur í sumar í fyrsta skipti þátt í Evrópukeppni meistaraliða og munu þessir leikmenn örugglega verða í lykilhlutverki í þeirri keppni auk Íslandsmótsins sem hefst með spennandi leik við KR á Kópavogsvelli sunnudaginn 1. maí n.k.

ÁFRAM BREIÐABLIK !

Til baka