BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

2013 tímabilið hefst annað kvöld

10.01.2013

Þá hefst keppnistímabilið 2013 smiley

Fyrsta mótið sem meistaraflokkur karla tekur þátt í er Fótbolti.Net mótið. Við hefjum keppni gegn félögum okkar úr Eyjum. Leikurinn fer fram í Kórnum á föstudagskvöldið kl.21.00.

Það verður spennandi að sjá  hvernig strákarnir okkar koma undan jólafríinu. Einnig verður spennandi að sjá hvernig Óli þjálfari stillir upp liðinu í fyrsta leik.

Hér er dagskráin fyrir mótið.

Svo minnum við á getraunastarf Breiðabliks í tengibyggingunni á laugardagsmorgnum á milli 10.00 og 12.00. Það er risapottur 200 milljónir fyrir alla rétta. Blikar hafa verið að fá nokkra smærri vinninga að undanförnu en það er bara tímaspursmál hvenær
sá stóri kemur í Smárann!

Láttu sjá þig og þú gætir dottið í lukkupottinn

Áfram Breiðablik!

Til baka