BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sergio skrifar undir tveggja ára samning við Blika

23.12.2015

Spánverjinn Sergio Carrallo Pendás var í dag að skrifa undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Sergio sem er 21 árs miðju- og kantmaður var áður á mála hjá unglinga- og varaliði Real Madrid.

Hann kom í prufu hjá okkur Blikum í byrjun desember og náði að heilla forsvarsmenn Blika. Sergio kemur til landsins í byrjun janúar og ætti því að ná fyrstu leikjum í fotbolti.net mótinu. Við hefjum leik gegn ÍBV laugardaginn 9. janúar í Fífunni kl.11.00. 

Áfram Breiðablik !

Til baka