16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2018 hefjast á miðvikudaginn með 6 leikjum. Blikar taka á móti KR-ingum á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 19:15! Í 32-liða úrslitum unnu…" /> 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2018 hefjast á miðvikudaginn með 6 leikjum. Blikar taka á móti KR-ingum á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 19:15! Í 32-liða úrslitum unnu…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mjólkurbikar 2018: Breiðablik - KR í 16-liða

29.05.2018

Leikir í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2018 hefjast á miðvikudaginn með 6 leikjum. Blikar taka á móti KR-ingum á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 19:15!

Í 32-liða úrslitum unnu Blikar 1-3 þolinmæðissigur á Leiknismönnum í Breiðaholtinu. KR-ingar unnu 1-7 stórsigur á liði Aftureldingar í Mosfellsbæ.

Innbyrgðis viðureignir liðanna í Bikarkeppni KSÍ frá 1964 til 2014 eru 10. KR-ingar hafa yfirhöndina því að í 9 viðureignum kemst KR liðið áfram í keppninni á kostnað Blika.

Sigurleikur Blika var í síðari leik liðanna í 8-liða útslitum á Laugardalsvelli árið 1976. En fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum á Kópavogsvelli 11. ágúst 1976 lauk með 1-1 jafntefli eftir framlengdan leik. Það drógst töluvert að hefja framlenginguna þar sem dómari og línuverðir voru ekki vissir á hvort framlengja ætti eða ekki. En eftir að hringt hafði verið á Laugardalsvöllinn og menn þar beðnir að flétta upp í reglugerðinni, var byrjað að nýju. Í framlengingunni skoraði Jóhann Torfason fyrir KR og Haukur Ottesen jafnaði fyrir Blika á 8. mín fyrir lok framlengingarinnar. Það þurfti því aukaleik til að skera úr um hvort liðið hélt áfram. Nánar um leikinn.

Síðari leikur liðanna í 8-liða úrslitum fór svo fram á Laugardalsvelli 26. ágúst 1976. Og þar unnu Blikar sanngjarnan 1-3 sigur með marki frá Gísla Sigurðssyni og 2 mörkum Hinriks Þórhallssonar. Nánar um leikinn. Blikar mættu svo Valsmönnum í undanúrslitum Bikarkeppni KSÍ 1976 og aftur þurfti 2 leiki til að skera úr um framhaldið. Fyrri leik Vals og Blika lauk með 0-0 jafntefli eftir framlengingu. Valsmenn unnu svo síðari leikinn 0-3 á Kópavogsvelli og komust þar með í sjálfan úrslitaleikinn þar sem þeir unnu ÍA 3-0.

Síðasti bikarleikur Breiðabliks og KR var á Kóapvogsvelli í byrjun júlí 2014. KR vinur leikinn 0-2 gegn “Andlausum Blikum” ef marka má umfjöllun netmiðla. Nánar um leikinn.

En bikarleikur liðanna í undanúrslitum árið 2008 er mörgum Blikum enn í fersku minni. Þetta var hörku leikur. Hart barist innan vallar sem utan. Dómarinn, Jóhannes Valgeirsson, gaf 7 spjöld á liðin og liðsstjórn. Jafnt var eftir venulegan leiktíma 0-0. Bæði liða skora mark í framlengingu. Fyrst Marel Baldvinsson fyrir Blika á 96. mín en Pétur Marteinsson jafnar fyrir KR á 101. mín. KR-ingar vinna vítakeppnina örugglega og verða Bikarmeistarar 2008 með því að sigra Fjölni 1-0 í úrslitum.

Sjáumst öll á Kópavogvelli á Miðvikudagskvöld og hvetjum okkar menn til sigurs.

Það verður kaldur í tjaldi, börger á grilli og rjúkandi kjötsúpa. Sparkvöllurinn á sínum stað fyrir krakkana. Mætum og styðjum við liðið.

Leikurinn á Kópavogsvelli hefst kl. 19:15

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka