Guðmundur Atli Steinþórsson hefur gengið til liðs við knattspyrnudeild Breiðabliks. Guðmundur er stór og sterkur framherji sem gerði 14 mörk fyrir HK í 1. deildinni í sumar. Guðmundur…" /> Guðmundur Atli Steinþórsson hefur gengið til liðs við knattspyrnudeild Breiðabliks. Guðmundur er stór og sterkur framherji sem gerði 14 mörk fyrir HK í 1. deildinni í sumar. Guðmundur…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Guðmundur Atli til Blika

20.10.2015

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Atli Steinþórsson hefur gengið til liðs við knattspyrnudeild Breiðabliks. Guðmundur er stór og sterkur framherji sem gerði 14 mörk fyrir HK í 1. deildinni í sumar. Guðmundur sem er 28 ára gamall hefur einnig leikið með Grindavík, BÍ og Fjarðabyggð. Hann hefur alltaf skorað mikið af mörkum í þeim liðum sem hann hefur spilað með og verður gaman að sjá hvernig hann plummar sig meðal þeirra bestu.

Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, segist hafa fylgst með Guðmundi nokkuð lengi og telji að hann eigi fullt erindi í efstu deildina. ,,Ég hef einnig fengið umsagnir um hann og tel því rétt að prófa hann hjá okkur Blikum. Það er síðan undir leikmanninum sjálfum hvernig hann nýtir þetta tækifæri,“ segir Arnar.

-AP

Til baka