BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Steini tilnefndur sem þjálfari ársins

23.12.2018

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, er einn þriggja er koma til greina sem þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2018.

Þorsteinn stýrði Blikaliðinu til Íslands- og bikarmeistaratitils síðastliðið sumar og vann liðið þar með tvennuna þetta tímabilið. Þetta var jafnframt í annað sinn sem Þorsteinn vinnur þessa titla með Blikum eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeistara 2015 og bikarmeistara árið eftir.

Tilnefningin er önnur rósin í hnappagat Þorsteins á skömmum tíma, en fyrr í mánuðinum var hann kjörinn þjálfari ársins í meistaraflokki kvenna á aðlafundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands.

Þjálfari ársins verður útnefndur í hófi Íþróttamanns ársins þann 29. desember, en ásamt Þorsteini eru þeir Arnar Pétursson og Kristján Andrésson tilefndir. Arnar gerði karlalið ÍBV að þreföldum meisturum í handknattleik á árinu og Kristján vann silfurverðlaun með karlalandslið Svíþjóðar á EM í handknattleik.

Til baka