BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fjolla Shala framlengir

23.10.2018

Fjolla Shala hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir til þriggja ára.

Fjolla kom til félagsins haustið 2011 og hefur því verið hjá okkur í 7 ár. Á þeim tíma hefur hún spilað 147 leiki fyrir félagið þrátt fyrir að hafa ekkert náð að spila árið 2017 vegna meiðsla. Fjolla er gríðarlega öflugur leikmaður og hefur leikið lykilhlutverk í þeim fimm titlum sem félagið hefur unnið frá því að hún gekk til liðs við Breiðablik.

Fjolla spilaði með nýstofnuðu landsliði Kosovo á árinu. En Fjolla hefur spilað 31 leiki með yngri landsliðum Íslands, 19 U19 landsleiki og 12 U17 leiki. Að auki á hún 51 leik með Fylki í meistaraflokki og 6 leiki fyrir Leikni Reykjavík.

Við óskum Fjollu og Blikum til hamingu með þessi tíðindi

Til baka