BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Skellur á Akureyri

11.03.2018
Blikar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn frískum KA-mönnum í Lengjubikarnum. Lokatölur voru 4:0 fyrir þá gulklæddu og enduðum við þar að auki níu inn á undir lok leiksins. Ekki þannig að það hafi skipt sköpum því við áttum ekkert skilið úr þessum leik.
 
Liðsuppstilling og atburðir í boði úrslit.net
 
Eitthvað virtist pastað á Blönduósi hafa farið illa í menn því strax eftir 10 mínútur voru heimapiltar komnir tveimur mörkum yfir. Við náðu engu flæði í spilið hjá okkur og varnarmenn KA áttu í litlum erfiðleikum að stöðva máttlausar sóknir okkar. Ekki skánaði ástandið þegar flöt Blikavörnin og sofandi Gulli á marklínunni gleymdu sér gersamlega og ,,okkar" maður Steinþór Þorsteinsson slapp í gegn. Damir braut klaufalega á honum og var rekinn út af. Svo skildi engin uppstillingu á varnarveggnum og Gulli tók skrefið í ranga átt þannig að KA menn áttu í litum erfiðleikum að skora þriðja markið.
 
Síðari hálfleikur fer ekki í sögubækurnar. KA menn voru greinilega sáttir við stöðuna og voru ekki að taka neina sjensa. Þrátt fyrir þokkalega takta okkar pilta á köflum þá var markamunurinn og sú staðreynd að við vorum einu færri inn á vellinum þá var ljóst að við í höfðum í raun aldrei trú á við gætum náð einhverju út úr leiknum. Við fengum á okkur víti eftir varnarmistök og KA menn skoruðu fjórða markið. Til að bæta gráu ofan á svart þá fékk Kolbeinn tvo gul spjöld í lok leiksins eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann var búinn að sýna góða takta þær mínútur sem hann var inn á en þessar glórulausu tæklingar sem hann er henda í leik eftir leik verður að stoppa!
 
Best að dvelja ekki of lengi við þennan leik. Okkar drengir voru með fókusinn einhvers staðar annars staðar en í Boganum. Það er karekter í liðinu en hann gleymdist að þessu sinni fyrir sunnan. Við lærum af þessari hörmung og vinnum bara KA-menn í þeim leikjum sem skipta raunverulega máli næsta sumar.
 
Næsti leikur okkar er hins vegar gegn KR í Fífunni á laugardaginn kl.11.00. Þar eigum við möguleika að hysja upp um okkur buxurnar og sýna okkar rétta andlit.
 
Umfjallanir netmiðla. 
 
-AP

Til baka