BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Silfur sigur í lokaleik!

26.09.2021 image

Það var mikið undir þegar erkifjendurnir úr Kópavogi mættu á Kópavogsvöll, staðan þannig að eftir 90 mínútur þá gátu Blikar orðið Íslandsmeistarar og HK fallið í 1. deild.

Breiðblik gerði eina breytingu á liðinu en Gísli Eyjólfsson var í banni eftir að hafa fengið 4 gula spjaldið á móti FH í síðasta leik. Andri Rafn Yeoman kom inn í hans stað. 
Byrjunarliðið leit svona út:
 

image


Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið að passa upp á að gera ekki nein mistök, HK náði smá tökum á leiknum en Blikar áttu samt flott skot eftir c.a korters leik. Litlu munaði að Höskuldur héldi upp á 200 leikja viðurkenninguna með marki. 

image

Fyrir leikinn fékk fyrirliðinn okkar Höskuldur Gunnlaugsson viðurkenningu fyrir 200 mótsleikja áfanga með Breiðabliki.

Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill en fréttir af öðrum leikjum og úrslitum þar, HK stuðningsmenn sungu áfram Víkingur en karmað er ekkert grín og það átti eftir að koma í andlitið á þeim. 

image

Strax í upphafi fyrri hálfleiks náðu Blikar flottri sókn sem endaði með marki frá Kristni Steindórssyni. Staðan orðin 1-0 fyrir Blika og það var sanngjarnt. 
 

image

Þegar leið og seinni hálfleikinn náðu Blikar föstum tökum á leiknum og ljóst var að vígið sem Kópavogsvöllur er var ekki að fara að hrynja þó það væri ósk HK manna. Tölur komu frá Keflavík, Skaginn hafði jafnað eftir að hafa lent 2-0 undir. Stuttu seinn skall ógæfan á fyrir þá rauðu og hvítu. Skaginn hafði skorað 3 markið á 7 mínútum og skyndilega var HK komið í fallsæti.

Þá hélt maður að það myndi  færast fjör og hiti í leikinn en það eina sem gerðist var að Blikar klárauðu sannfærandi sigur með flottum mörkum frá Davíð Ingvarssyni og Árna Vill. Lokastaðan 3-0 fyrir Blika sem enda í 2 sæti á Íslandsmótinu með stigamet í efstu deild hjá klúbbnum. 
 

image

image

Við Blikar megum alveg vera sátt og ljóst að þessi frammistaða liðsins hefði vel getað skilað titli í hús en ljóst er líka framtíðin er okkar og hún er virkilega spennandi. Ég get ekki beðið eftir maí 2022 og veit fyrir víst að liðið á bara eftir að vera sterkara og hungraðra þegar þeir mæta næst til leiks. 
KIG

Myndaveisla í boði BlikarTV:

image

Til baka