BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Samið við Sonný og Ingibjörgu

07.10.2015

Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna um að samningar við Sonný Láru og Ingibjörgu Sigurðar hafa verið endurnýjaðir.  Báðar gera þær þriggja ára samninga við Breiðablik.

Sonný Lára átti hreint frábært tímabil hjá okkur Blikum í sumar og fékk einungis á sig 4 mörk og hélt markinu hreinu í einhverjar 1.100 mínútur eða í 11 leikjum í röð.  Hún var að klára sitt annað ár hjá okkur og komst í A-landsliðshópinn og náði að leika sinn fyrsta landsleik en það var vináttuleikur við Pólland í vetur. Sonný Lára var valinn besti markmaður Íslandsmótsins og heiðarlegasti leikmaður mótsins og átti það svo fyllilega skilið.  Það er okkur sönn ánægja að hafa tryggt okkur þjónustu þessa besta markvarðar Íslands áfram.

Ingibjörg er fædd 1997 og hefur verið í herbúðum Blika frá því að hún var 15 ára gömul.  Hún hefur þegar, þrátt fyrir ungan aldur, leikið 55 leiki með Breiðablik og skorað í þeim 5 mörk.  Hún tók virkan þátt í undirbúningstímabilinu nú í vetur en varð fyrir því óláni að meiðast og missti því úr stóran hluta sumars.  Hún kom sterk inn á lokametrum mótsins og væntum við mikils af henni í framtíðinni.  Ingibjörg hefur verið fastamaður í öllum yngri landsliðum Íslands en hún hefur samtals spilað 32 landsleiki og skorað í þeim 9 mörk.

Við óskum Sonný Láru og Ingibjörgu sem og öllum Blikum til hamingu með samningana.

Til baka