BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þorsteinn tekur við kvennalandsliðinu

28.01.2021

Þorsteinn Halldórsson hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu eftir nærri sjö ára starf. Eins og fram kemur í tilkynningu KSÍ fyrr í morgun hefur Þorsteinn verið ráðinn landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins.

Þorsteinn tók við Blikaliðinu haustið 2014 og hefur á sínum tíma í Kópavoginum náð hreint frábærum árangri. Þrír Íslandsmeistaratitlar og tveir bikarmeistartitlar standa upp úr, auk þess sem Blikar komust í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu haustið 2019.

Breiðablik óskar Þorsteini til hamingju með nýja starfið. Það gleður okkur Blika sjá Steina fá þetta frábæra tækifæri og viljum við koma á framfæri innilegum þökkum til hans fyrir allt það sem hann hefur gert í sínum störfum fyrir Breiðablik. Það hefur verið eftir því tekið hvað Steini hefur náð vel til ungra leikmanna í Kópavoginum, enda hafa fjölmargir Blikar haldið út í atvinnumennsku og stigið sín fyrstu landsliðsskref.

Fagmennskan hefur ávallt verið í fyrirrúmi og árangurinn sannarlega talað sínu máli.

Blikar eru stoltir af þeim árangri sem samstarfið við Þorstein hefur skilað. Við óskum honum og KSÍ velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru.

Takk Þorsteinn, áfram Breiðablik og áfram Ísland!

Til baka