BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þórdís Hrönn snýr heim

14.01.2021

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks og snýr aftur heim í Kópavoginn þar sem hún byrjaði feril sinn í meistaraflokki.

Þórdís Hrönn er fædd árið 1993 og hefur á ferlinum spilað 136 leiki í deild og bikar hér heima og skoraði í þeim 29 mörk með Blikum, Stjörnunni, Þór/KA og nú síðast KR. Þá hefur hún leikið með sænsku liðunum Älta og Kristianstad.

Þórdís Hrönn á að baki tvo leiki með A-landsliðinu, auk fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands.

Við bjóðum Þórdísi Hrönn velkomna í græna búninginn á nýjan leik og óskum henni og Blikum til hamingju með þessa frábæru viðbót í leikmannahópinn.

Til baka