BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Leikmenn meistaraflokks kvenna fá viðurkenningu

30.12.2014

Þrír núverandi leikmenn meistaraflokks kvenna fengu viðurkenningu nú í kvöld fyrir að hafa spilað 100 leiki eða fleiri með Breiðabliki.  Leikmennirnir eru Ragna Björg Einarsdóttir, Jóna Kristín Hauksdóttir og Fanndís Friðriksdóttir.  Þetta er í fyrsta skipti sem leikmenn meistaraflokks kvenna fá slíka viðurkenningu þar sem nú búið er að taka sama alla tölfræði núverandi leikmanna.  Til stendur að veita fyrrverandi leikmönnum meistaraflokks kvenna samskonar viðurkenningu með vorinu, en lítisháttar vinna er en eftir i skráningu leikja fyrrverandi leikmanna.

Til baka