BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hildur Antonsdóttir með nýjan þriggja ára samning

11.10.2016

Miðjumaðurinn öflugi Hildur Antonsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Hildur sem er 21 árs gömul kom til Breiðabliks í lok júlí frá Val. Á þessum stutta tíma lék Hildur alls 12 leiki í deild, bikar og Meistaradeild Evrópu með Blikum og skoraði eitt mark. Hún varð bikarmeistari með Blikum eftir 3-1 sigur gegn ÍBV á Laugardalsvelli. Hildur verður svo í eldlínunni á morgun þegar Blikastelpur leika gegn Rosengård í seinni viðureign 32-liða úrslita Meistaradeildarinnar.

Það er okkur Blikum mikið ánægjuefni að tilkynna um þennan samning enda Hildur mikilvægur hlekkur í framtíðaráformum liðsins.

Knattspyrnudeild Breiðabliks

Til baka