BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Framherjinn öflugi Tiffany McCarty hefur samið við Breiðablik

12.04.2021

McCarty er reynslumikill framherji sem kemur frá Bandaríkjunum en hefur komið víða við. Í háskólaboltanum lék hún með sterku liði Florida State og á ennþá markamet skólans þar sem hún skoraði 63 mörk í 98 leikjum. Eftir háskóla lék hún í NWSL atvinnumannadeildinni í Bandaríkjunum með Washington Spirit, Houston Dash og FC Kansas City. Auk þess hefur hún leikið með Albirex Ladies í japönsku úrvaldsdeildinni og Medkila IL í norsku úrvalsdeildinni.

Á síðastliðnu tímabili lék McCarty með Selfossi þar sem hún skoraði 9 mörk í 16 leikjum í Pepsi Max deildinni.

Við Blikar væntum mikils af Tiffany sem er reynslumikill leikmaður og þekkir íslenska boltann af veru sinni á Selfossi enda getur hún bæði lagt upp og skorað mörk“ segir Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks.

Við bjóðum Tiffany McCarty hjartanlega velkomna og hlökkum til að sjá hana á vellinum.

Til baka