BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fjolla Shala til Fylkis

11.05.2021

Miðjumaðurinn öflugi Fjolla Shala er gengin í raðir Fylkis eftir nærri tíu ár í herbúðum Breiðabliks.

Fjolla kom í Kópavoginn haustið 2011 og spilaði á þeim tíma 173 leiki með Blikum, þar sem hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla og spilaði stórt hlutverk.

Það verður sjónarsviptir af Fjollu og hennar baráttuanda á miðjunni, en Breiðablik þakkar henni kærlega fyrir framlagið síðasta tæpa áratug og óskar henni velfarnaðar á næsta skrefi ferilsins.

Takk fyrir okkur Fjolla.

Til baka