BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Átta mörk í átta liða úrslitum!

02.07.2018

Breiðablik flaug áfram í Mjólkurbikar kvenna eftir góða heimsókn til ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn. Átta mörk skoruð í 8-0 sigri í átta liða úrslitunum og Blikar verða í hattinum þegar dregið er í undanúrslit!

Alexandra Jóhannsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu báðar tvö mörk fyrir Blika, en staðan var 4-0 í hálfleik. Þær Agla María Albertsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Guðrún Arnardóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoruðu svo eitt mark hver.

Undanúrslitin fara fram 20. og 21. júlí en auk Blika verða Fylkir, Stjarnan og Valur í hattinum.

Áfram Breiðablik!!

Til baka