BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Vorhátíð Breiðabliks 2016

29.04.2016

Vorhátíð Breiðabliks verður haldin laugardaginn 30.apríl.

Eins og sjá má á verður dagskrá um daginn fyrir alla og svo fyrir fullorðna um kvöldið.

Vorhátíð Breiðabliks - 30. apríl í Smáranum

Dagskrá um daginn - Frítt

14:00 - 14:30: Iðkendur og foreldrar mæta og taka til á félagssvæðinu

14:30 - 16:00: Grillaðar pylsur I Meistaraflokks leikmenn árita plaggöt I Skráning í Blikaklúbbinn - sala á árskortum I Kynning á sumarnámskeiðum Breiðabliks I Knattþrautir og hoppukastalar I Opið hús á jarðhæð stúkubyggingarinnar.

Dagskrá um kvöldið - 1.500 kr.

20:00 - 22:30: Húsið opnar I Leikmannakynning meistaraflokkana I Frægðarhöllin (Hall of Fame) - hverjir verða vígðir í ár? I Ari Eldjárn kitlar hláturtaugarnar.

23:00 - 01:00: Heiðar Austmann kemur okkur á dansgólfið.

Um kvöldið er 18 ára aldurstakmark og er aðgöngumiðinn einnig happdrættismiði þar sem þú getur unnið glæsilegan vinning.

Hvetjum alla Blika til þess að taka daginn frá og gera sér glaðan dag.

Miðasala í Smáranum.

Smellið á myndina til þess að sjá dagskrá.

Knattspyrnudeild Breiðabliks

Til baka