BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Vörður áfram aðalstyrktaraðili Knattspyrnudeildar Breiðabliks – Nýr búningur kominn í sölu

20.12.2018

Vörður tryggingar og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa endurnýjað samning sín á milli um að Vörður verði áfram aðalstyrktaraðili deildarinnar til næstu fjögurra ára.

Samningurinn er mikið fagnaðarefni og mikilvægur fyrir báða aðila og styrkir enn frekar öflugt uppeldis- og afreksstarf stærstu knattspyrnudeildar landsins sem og að styðja meistaraflokka félagsins í efstu deild karla og kvenna. 

Orri Hlöðversson formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks:
„Samstarf okkar við Vörð hefur nú staðið í bráðum áratug. Stuðningur Varðar við Breiðablik í gegnum súrt og sætt verður seint fullþakkaður.“

Steinunn Hlíf Sigurðardóttir framkvæmdastjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Verði:
„Það er virkilega ánægjulegt fyrir Vörð að halda sínum stuðningi áfram við öflugustu knattspyrnudeild landsins. Þó umræðan um íþróttir snúi mjög að afrekum og afreksfólki þá má ekki gleyma því að það er mikið samfélagsstarf unnið innan íþróttafélaganna. Ungt fólk af báðum kynjum sem elst upp við skipulega íþróttaiðkun býr örugglega að því fram eftir ævinni. Þá má bæta við félagslegum þroska sem líka verður til. Félagið er virkilega stolt af þátttöku sinni og stuðningi við þetta starf.“

Við undirskriftina voru nýjir búningar Knattspyrnudeildar Breiðabliks frá Errea kynntir.

Nýju búningarnir fara í sölu hjá Errea á allra næstu dögum og það verður tilkynnt sérstaklega.

Uppfært 11.12.2018.

Jólapakkinn í ár er grænn!

Nýir aðal keppnisbúningar knattspyrnudeildar Breiðabliks er kominn forsölu á vefsíðu Errea og í verslun Errea í Bæjarlind í Kópavogi. 

Forpöntun - Keppnissett> smella á auglýsinguna


 

Til baka