BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Víkingar ekki Þrándur í Götu Blika

17.02.2017

Blikar unnu ágætan 4:2 sigur á Færeyjameisturum Víkinga frá Götu í æfingaleik í Fífunni i kvöld. Blikar tefldu fram blönduðu liði yngri og eldri leikmanna enda fyrsti leikur í Lengjubikarnum á morgun laugardag. Gestirnir komust yfir en fljótlega jafnaði Tokic leikinn með ágætu vippumarki. Og áður en hálfleikurinn var allur setti Arnþóri Ari gott mark eftir að hafa fengið boltann inn fyrir vörn Færeyingana.

Svipað var upp á tengingnum í síðari hálfleik. Arnþór Ari skoraði sitt annað mark eftir flotta sendingu Aron Bjarnasonar. Götumenn minnkuðu muninn áður Tokic skoraði fjórða markið út víti sem hann fiskaði sjálfur. Þrátt fyrir ágæt færi Blika náðum við ekki að auka við forystuna. Þetta var góð reynsla fyrir ungt Blikaliðið enda spiluðu gestirnir alvöru fullorðinsbolta og fengum við að hafa fyrir hlutunum.

Willum Þór átt flottan leik á miðjunni og er hann alltaf að verða betri og betri leikmaður. Atli Sigurjóns byrjaði sem hægri bakvörður en spilaði framar í síðari hálfleik og sýndi það og sannaði að hann er mjög góður leikmaður þegar sá gállinn er á honum. Það vakti athygli að aðstoðarþjálfarinn Kári Ársælsson kom inn á í framlínuna um miðjan síðari hálfleikinn. Hann sýndi góða takta og var hársbreidd frá því að auka muninn fyrir Blika eftir frábæra sendingu Atla Sigurjóns. Annars var hann eins og klettur í sókninni það sem eftir lifði leiks.

-AP

Til baka