BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Úrslitaleikur Breiðabliks og KA í Lengjubikar karla

21.04.2015
Úrslitaleikur Breiðabliks og KA í Lengjubikar karla fer fram í Kórnum á fimmtudaginn (Sumardaginn fyrsta) kl. 17.00  (ekki 19.00 eins og fyrst var ákveðið).
 
Selt er inn á leikinn fyrir 17 ára og eldri. Miðaverð er 1500 kr. Frítt fyrir 16 ára og yngri.
 
Þar sem þetta er bikarleikur og KA menn fá helming af tekjum leiksins þá gilda Blikaklúbbsskírteini ekki á þennan leik.
 
Þess má geta að miðar á Vorhátíð Breiðabliks laugardaginn 2. maí  verða seldir í stúkunni.
 
Það verður gaman að mæta KA liðinu en þetta er í fyrsta sinn sem Akureyrarliðið kemst svona langt í Lengjubikarnum. Við eigum okkar fulltrúa í KA-liðinu því Elfar Árni Aðalsteinsson leikur nú með þeim gulklæddu og fyrrum þjálfari Blikaliðsins Bjarni Jóhannsson þjálfar KA menn. Einnig má geta þess að Sævar Pétursson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar spilaði í mörg ár með Blikaliðinu og er þar að auki náfrændi Olgeirs okkar Sigurgeirssonar. Það má því búast við hörkuleik á sunnudaginn!
 
Við hvetjum alla Blika til að mæta til að sjá spennandi leik.
 
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka