BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Úrslit í Breiðablik OPEN 2015

04.09.2015

10 ára afmælismót Breiðablik OPEN fór fram á Selsvelli við Flúðir s.l. föstudag. Veðrið lék við keppendur, sem voru u.þ.b. 60, og þeir tóku kylfurnar til kostanna í kjöraðstæðum, léttskýjuðu, blankalogni og 17 – 18 °C hita. Enda fór það svo að mótsmet voru sett í höggleik karla og kvenna. Árangur í punktakeppni var ennfremur mjög góður og í heild má segja að allt hafi verið í allra besta lagi eins og prófessor Altúnga hefði  viljað sagt hafa.
Að leikslokum var sest að snæðingi jafnframt því sem verðlaun voru veitt þeim sem til þeirra höfðu unnið og ennfremur var dregið úr skorkortum að gömlum og góðum sið.

Úrslit voru sem hér segir:

Punktakeppni karla:

1.sæti    Kristófer Sigurgeirsson  40 pt.
2.sæti    Ragnar Þór Hannesson 37 pt.
3.sæti    Gunnar H. Ragnarsson 35 pt.

Punktakeppni kvenna:

1.sæti    Edda Valsdóttir 36 pt.
2.sæti    Kristín Þórisdóttir 35 pt.
3.sæti    Hólmfríður Sigmarsdóttir 31 pt.

Höggleikur karla:

1.sæti    Helgi Svanberg Ingason 72 högg.
2.sæti    Bergur Dan Gunnarsson 79 högg.
3.sæti    Gestur Gunnarsson 81 högg.

Höggleikur kvenna:

1.sæti    Hanna Bára Guðjónsdóttir 90 högg
2.sæti    Jónína Sanders 96 högg
3.sæti    Anna Sigríður Ásgeirsdóttir 107 högg.

 

Lengsta teighögg á 18. braut átti Gunnar Gylfason og nándarverðlaun á par 3. holum hlutu eftirtaldir:

2. Kristján Óli Sigurðsson  2,83m

5. Kristján Þór Gunnarsson  1,50m

9. Þorbergur Karlsson 2,86m

11. Bergur Dan Gunnarsson2,67m

14. Kristófer Sigurgeirsson 1,12m

Knattspyrnudeild Breiðabliks og mótsstjórn þakka þátttakendum fyrir skemmtilega keppni og staðarhöldurum að Efra Seli fyrir góðar móttökur og veitta aðstoð.
Ennfremur viljum við þakka eftirtöldum aðilum fyrir ómetanlegan stuðning við framkvæmd mótsins;

ÁG
Málning
Icelandair
ORKAN
BYKO
Aðalstjórn Breiðabliks
JAKO
PLT- leikandi lausnir
Samhentir
GKG
Tengi
Svansprent
Ölgerðin
Nói Siríus
Bananar

11ta Breiðablik OPEN verður haldið að ári. Þá verður gaman.

Áfram Breiðablik !

OWK.

Til baka