BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Úrslit í Breiðablik OPEN 2014

04.09.2014

Hið árleg Breiðablik OPEN, golfmót knattspyrnudeildar, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 15. ágúst. Veður var venju fremur krefjandi. Hægviðri með talsverðri úrkomu í grennd og nánd, og hellidembum af og til. Semsagt, sunnlenskt sumarveður. Fæstir létu þetta nokkuð á sig fá en flestir blotnuðu þó eitthvað smávegis. Aðallega voru það þó skorkortin sem urðu illa úti. Að móti loknu var svo snæddur ljúffengur málsverður, grillað og gómsætt hreppalamb með tilheyrandi meðlæti, og verðlaun veitt þeim sem til þeirra höfðu unnið en það voru eftirtaldir;

Punktakeppni karla:

1.sæti    Grétar Rúnar Skúlason
2.sæti    Rögnvaldur Þ. Rögnvaldsson
3.sæti    Guðmundur J. Hallbergsson            

Punktakeppni kvenna:

1.sæti    Kristín Jónsdóttir
2.sæti    Katrín S. Guðjónsdóttir
3.sæti    Kristín Anna Arnþórsdóttir  

Höggleikur karla:

1.sæti    Helgi Svanberg Ingason
2.sæti    Gústaf Alfreðsson
3.sæti    Guðjón Már Magnússon

Höggleikur kvenna:

1.sæti    Steinunn Árnadóttir
2.sæti    Hanna Bára Guðjónsdóttir
3.sæti    Edda Valsdóttir

Lengsta teighögg á 18. braut átti Rögnvaldur Rögnvaldsson og nándarverðlaun á par 3. holum hlutu eftirtaldir:

2.  Vilhjálmur Ásgeirsson
9.   Örn Jónsson
11.  Kristófer Skúli Sigurgeirsson
14.  Ólafur Björnsson

Að verðlaunaafhendingu lokinni var dregið úr skorkortum og þar leyndust margir góðir vinningar.

Breiðablik OPEN vill þakka keppendum fyrir þátttökuna og eftirtöldum aðilum fyrir ómetanlegan stuðning við framkvæmd mótsins.

ÁG – Málning - A4 – Nýherji - Despec á Íslandi – Icelandair – ORKAN – Loftleiðir – Samhentir – Landsbankinn – BYKO - Aðalstjórn Breiðabliks – JAKO – GKG – Ölgerðin - Nói Siríus – Timberland - Bananar

Knattspyrnudeild Breiðabliks og mótsstjórn þakka þátttakendum fyrir skemmtilega keppni og ennfremur eru staðarhöldurum að Efra Seli færðar þakkir fyrir hlýlegt og elskulegt viðmót, nú sem endranær.

Sjáumst á Breiðablik OPEN 2015, en þá verður 10 ára afmælismót með pompi og prakt.

 

Áfram Breiðablik !

Til baka