BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tveir erlendir leikmenn með Blikum í sumar

02.05.2012

Breiðablik tilkynnti í dag á fréttamannafundi að félagið hafi samið við hollenska miðvörðinn Renee Troost um að spila með liðinu í sumar. Troost, sem er 23 ára, er á mála hjá AGOVV Apeldoorn sem leikur í næstefstu deild í Hollandi. Hann hefur einnig leikið með FC Omniworld í sömu deild en hann ólst upp hjá því félagi.

Renee er annar erlendi leikmaðurinn sem félagið fær til liðs við sig í vetur en sóknarmaðurinn Petar Rnkovic var áður kominn. Petar er hokinn af reynslu og verður mjög góður lliðssstyrkur fyrir Breiðablik í sumar. Hann er 33 ára gamall sóknarmaður frá Noregi en hann var á láni hjá KF á Siglufriði sumarið 2002 og skoraði átta mörk í 13 leikjum. Petar lék síðast með Mjøndalen IF en hann lék á árum áður með Hönefoss sem okkar maður Arnór Svein Aðalsteinsson leikur nú með.

Nánar á Fótbolti.net

Nánar á 433.is

Áfram Breiðablik !

Til baka