BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tómas Óli í Val

01.02.2015

Tómas Óli Garðarsson hefur ákveðið að söðla um og leika með Val í Pepsí-deildinni. Tómas Óli hélt til Bandaríkjanna í haust en líkaði ekki nægjanlega vel úti og ákvað því að koma heim aftur. Eftir miklar bollaleggingar hefur hann ákveðið að skipta grænu skyrtunni fyrir þá rauðu. Blikar þakka Tómasi Óla fyrir skemmtilega tíma en hann hefur oft skemmt áhorfendum með hraða sínum og leikni. 

Tómas Óli verður 22 ára á þessu ári og hefur spilað 109 opinbera leiki með Blikaliðinu. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2009 og hefur skorað 12 mörk í leikjum sínum. Hann hefur einnig leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.

Við óskum Tómasi Óla velfarnaðar að Hliðarenda en hann hefur skrifað undir 3 ára samning við KFUM-drengina.

-AP

Til baka