BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tölfræði 2013

06.10.2013

Síðasti leikur Blika í Pepsídeildinni gegn Keflavík í lok september var 46. mótsleikur okkar árinu 2013.

Góður árangur í öllum mótum ársins og þegar upp er staðið er það ósigurinn gegn Fram í undanúrslitum bikarkeppninnar sem kemur í veg fyrir að við jöfnuðum leikjamet KR-inga (47 leikir). Eins og mótafyrirkomulagið er hér á landi geta lið úr Reykjavík mest spilað 44 mótsleiki á hverju ári, og lið utan höfuðborgarinnar 42 leiki. Það eru 22 leikir á Íslandsmóti, hámark 5 leikir í bikarkeppninni, hámark 10 leikir í deildabikarnum, hámark 6 leikir í Reykjavíkurmótinu (4 í Fótbolta.net mótinu) og svo einn leikur í Meistarakeppni KSÍ. Síðan bætast við 6 Evrópuleikir. Breiðablik, og FH, voru bæði með 6 slíka á þessu ári, sem er það mesta sem íslensk lið hafa náð, þannig að segja má að hámarks leikjafjöldi íslensks liðs á ári sé 50 leikir, ef það er frá Reykjavík. Annars 48 leikir. Þeir tveir leikir sem Breiðablik missti af á þessu ári eru sem sagt úrslitaleikurinn í Borgunarbikarnum og Meistarakeppni KSÍ.

Hér eru nokkrir tölfræði punktar. Meira tölfræðiefni er í vinnslu og verður birt á næstunni.

Þessir leikmenn náðu aföngum í heildarfjölda mótsleikja á árinu 2013.

+250 mótsleikir - Olgeir Sigurgeirsson

200 mótsleikir - Finnur Orri Margeirsson

150 mótsleikir - Kristinn Jónsson

100 mótsleikir - Andri Rafn YeaomanEllert HreinssonJökull Ingason Elísarbetrason

Flestir leikir 2013:

44 - Sverrir Ingi Ingason

43 - Finnur Orri Margeirsson

41 - Árni Vilhjálmsson

40 - Andri Rafn Yeoman

- Eini leikmaður Blika sem náði að spila alla leiki Breiðabliks Pepsídeildinni í sumar er Gunnleifur Gunnleifsson. Einnig stóð hann vaktina í markinu í öllum leikjum í  Borgunarbikarnum og Evrópukeppninni.

Finnur Orri Margeirsson náði 2 leikjaáföngum á þessu keppnistímabili. Fyrsti leikur Blika í Pespídeildinni í sumar var 100. leikur Finns í efstu deild. Og síðasti leikurinn í  Pepsídeildinni var 200. mótsleikur fyrirliðans.

- Sigurmark Ellerts Hreinssonar í 0-1 sigri gegn Sturm Gratz var jafnfram fyrsta mark Breiðabliks á útivelli í Evrópukeppni.

- Sigurmark Finns Orra gegn Aktobe var 3 mark fyrirliðans fyrir Breiðablik í mótsleik. Hin 2 mörkin skoraði Finnur í Lengjubikarnum. Annað árið 2009 og hitt 2012.  Samtals 3      mörk. Finnur leikur í treyju númer 3 !?!

Elfar Freyr Helgason spilaði 50. leikinn sinn í efstu deild þegar Breiðablik og Keflavík mættust á Kóapvogsvelli í síðasta umferð Pespídeildarinnar 2013.

Elvar Páll Sigurðsson tók þátt í 3 leikjum í sumar: einn í Pepsídeildinni, einn í Borgunarbikarnum og einn í EUR undankeppninni.

Páll Olgeir Þorsteinsson (4 leikir + 1 evrópuleikur) og Atli Fannar Jónsson (3 leikir) léku í fyrsta sinn í efstu deild í sumar.

 

Áfram Breiðablik !

Til baka