BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þrjú stig að austan

06.03.2016
Blikar geru góða ferð austur á land og komu til baka með 3 stig í farteskinu. Andstæðingarnir voru Fjarðabyggðardrengirnir og skoruðum við 2 mörk en heimamenn 1. Mörk okkar pilta gerðu Höskuldur Gunnlaugsson og Jonathan Glenn.
 
Við vorum með boltann meirihluta af leiknum en eins og oft áður í vetur þá gekk okkur ekki alveg nógu vel að skapa okkur nægjanlega mörg færi.  Það átti sérstaklega við um í fyrri hálfleik. En það var Höskuldur sem tókst þó að skora  ágætt mark í lok hálfleiksins. Fljótlega tvöfaldaði Glenn forystu okkar pilta og buldu nú sóknirnar á marki austanpilta. Guðmundur Atli bætti við þriðja markinu en því miður sá dómarinn ekki að boltiann var kominn inn fyrir marklínuna. En vörn og markvarsla þeirra rauðklæddu var sterk og undir lok leiksins skoruðu þeir mark eftir fast leikatriði. Það er smá áhyggjuefni að við erum að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum en þetta var einn sterkasti hlekkur liðsins í fyrra.
 
Atli og Andri Rafn áttu flottan leik á miðjunni og Glenn og Höskuldur nálgast sitt fyrra form.
 
Í heild getum við því verið þokkalega ánægð með þessa austanferð. Meira um leikinn hér.
 
Þær fréttir voru að berast að brasilíski leikmaðurinn Daniel Bamberg kemur á þriðjudaginn til Íslands. Búið er að skipuleggja æfingaleik við ÍR á laugardaginn kl.11.00 og mun hann þá spila sinn fyrsta leik í Blikabúningnum.
 
-AP

Til baka