Okkar drengir þurftu að lúta í gras gegn KA-mönnum 1:3 í æfingaleik í…" /> Okkar drengir þurftu að lúta í gras gegn KA-mönnum 1:3 í æfingaleik í…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tap gegn KA

11.02.2017

Okkar drengir þurftu að lúta í gras gegn KA-mönnum 1:3 í æfingaleik í Fífunni í dag. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins því við vorum eins og oft áður meira með boltann í  leiknum.

Tvö ódýr víti og ein varnarmistök gerðu það hins vegar að verkum að við töpuðum leiknum. Mark okkar setti Höskuldur Gunnlaugsson eftir góða sendingu frá Gísla  Eyjólfssyni. 

Við áttum nokkur ágæt færi í leiknum. Oliver átti meðal annars skot í slána í fyrri hálfleik og Arnþór Ari skalli í stöngina í þeim síðari.  

Þjálfararnir leyfðu flestum leikmönnunum að spreyta sig og kom nýi framherjinn Tokic inn á í síðari hálfleik. Hann sýndi ágæta takta en er greinilega ekki í mikilli leikæfingu.  

Næsti leikur liðsins er alvöru mælikvarði á getu Blikaliðsins. Þá mætum við Stjörnunni í fyrsta leik i Lengjubikarnum á laugardag kl.12.00 í Fifunni.

Þá vonandi smellur liðið saman og sýnir okkur hvað í því býr!

-AP

Til baka