Meira>…" /> Meira>…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Styrktarleikur fyrir Bjarka Má Sigvaldason

26.11.2018

HK og Breiðablik mætast í Bose mótinu 2018 í Kórnum á fimmtudagskvöld kl.20:00. Leikurinn verður tileinkaður Bjarka Má Sigvaldasyni og fjölskyldu en Bjarki glímir við illvígt krabbamein. Meira>

Leikurinn er jafnframt úrslitaleikur um efsta sætið í SleepBuds riðli Bose mótsins 2018. Liðið sem sigrar leikur til úrslita við KR um Bose titilinn 2018 en Blikar sigruðu mótið í fyrra. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00 og verður spilaður í Kórnum í Kópavogi. Meira>

Bjarki Már Sigvaldason hefur undanfarin sex ár háð erfiða baráttu við krabbamein og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Kópavogsfélögin HK og Breiðablik vilja taka höndum saman með því að tileinka Bjarka Má og fjölskyldu leikinn og vonast til þess að Kópavogsbúar og aðrir gestir komi í Kórinn og styrki Bjarka og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum.  

Frjáls framlög og þeir sem ekki komast á leikinn geta lagt sitt að mörkum með því að leggja inná styrktar reikning fjölskyldunnar 

Reikningur: 130-26-20898. Kt.: 120487-2729

 

Um styrktarleikinn á facebook. Meira>

Myndir frá fyrri viðureignum liðanna í Kórnum. Myndir: Hafliði Breiðfjörð - Fótbolti.net


 

Til baka