BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sölvi Snær mættur í Kópavoginn

12.05.2021 image

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast úr Smáranum að Sölvi Snær Guðbjargarson hefur skrifað undir 4 ára samning við Breiðablik. Hann kemur til félagsins frá Stjörnunni í Garðabæ og hafa félagaskiptin þegar verið gerð.

Sölvi er 19 ára miðvallarleikmaður. Hann hefur spilað 55 meistaraflokksleiki með Stjörnunni og skorað í þeim 9 mörk. Einnig á Sölvi að baki 17 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Sölvi er einn efnilegasti leikmaður landsins og frábært að fá hann í okkar raðir. Við bindum miklar vonir við hann og trúum að hann muni styrkja liðið mikið“, segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari.

Við Blikar bjóðum Sölva Snæ hjartanlega velkominn í Kópavoginn.

Til baka