BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Skita.

01.09.2013

Blikar mættu (ekki) Fylkismönnum í dag í 18.umferð PEPSI deildarinnar.  
Ólafur Helgi stillti upp sama byrjunarliði og gegn Stjörnunni og það verður að teljast til tíðinda þessi misserin. En sennilega verður bið á því að slíkt endurtaki sig. Eina breytingin á leikmannahópnum var sú að Tómas Óli kom að nýju inn eftir veikindi í stað Gísla Páls.

Byrjunarliðið okkar var því þannig skipað;

Gunnleifur (M)
Þórður Steinar -Sverrir Ingi – Renée-  Kristinn J
Nichlas – Andri Rafn – Finnur Orri (F) – Guðjón Pétur
Ellert – Árni Vill

Varamenn voru;
Arnór Bjarki Hafsteinsson (M)
Elfar Freyr Helgason
Gísli Páll Helgason
Olgeir Sigurgeirsson
Jökull I. Elísabetarson
Arnar Már Björgvinsson
Viggó Kristjánsson

Sjúkralisti;  Rafn Andri Haraldsson

Leikbann; Enginn

Leikskýrsla

Það var heldur haustlegt í Smáranum í kvöld. Þungbúið loft og úrkoma fyrir leik, meðan á leik stóð og talsverð eftir leik. Sunnnan stinningskaldi í upphafi en lægði þegar leið á leik. Hiti um 11 °C og raki nálægt 88%. Völlurinn bæði blautur og háll en eins góður og vænta má í tíðarfari sem þessu.
Áhorfendur sárafáir mættir skömmu fyrir leik en svo kom slatti af fólki. Stuðningsmenn Blika voru flottir í kvöld en áttu bágt. Reyndu að hvetja liðið alveg frá fyrstu mínútu en það var því miður til lítils.

En þá að leiknum sjálfum. Hann var algjör hörmung.
Flestir leikmenn virtust alveg einbeittir í því að klúðra þessum leik frá fyrstu mínútu og engin ástæða til að draga fjöður yfir það. Þetta var sannkölluð fjöldaskita og ekki meira að segja um það að sinni.

Walesverjinn sem var gestadómari á leiknum var ekkert spes og gerði fullt af vitleysum. Engar þeirra réðu hinsvegar úrslitum, við sáum alveg um þær. En hann var alltaf mjög fljótur að flauta og áberandi fljótastur þegar hann var ekki alveg viss. Það var gaman að sjá.

Næsti leikur Blika er gegn Val á Hlíðarenda á sjálfum Freymóði en nú verður hlé á í PEPSI vegna landsleikja. Blikar verða eflaust með talsvert breytt lið gegn Val, af þeirri einföldu ástæða að nú eru 4 leikmenn komnir í leikbann, ofan á allt annað. Renee, Finnur, Þórður og Nichlas. Nú fá aðrir sénsinn. Kannski langar þá í Evrópukeppni...

Áfram Breiðablik !

OWK

Til baka