Blikar byrjuðu af meiri krafti í dag…" /> Blikar byrjuðu af meiri krafti í dag…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sigur á Haukum í fyrsta leik Blika í Lengjubikarnum 2012

18.02.2012
Blikar byrjuðu af meiri krafti í dag og voru nokkrum sinnum nærri því að komast yfir án þess að ná að klára. Haukar komust svo meira inn í leikinn og á 27. mínútu fengu þeir vítaspyrnu. Hilmar Trausti fór á punktinn en Sigmar Ingi Sigurðsson markvörður Breiðabliks varði glæsilega frá honum.

Í byrjun síðari hálfleiks komust Blikar svo yfir. Arnar Már Björgvinsson sem hafði komið inná sem varamaður á hægri kantinn í hálfleik fékk þá sendingu innfyrir vörn Hauka og afgreiddi boltann vel í netið.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=121760#ixzz1mk7PYKnh
 
Áfram Breiðablik!

Til baka