BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Reynslumikið þjálfarateymi

10.03.2017

Ekkert lið á Íslandi er með jafn reynslumikið þjálfarateymi og karlalið Breiðabliks þegar horft er til leikjafjölda í efstu deild á Íslandi og landsleikja.

Samanlagt eiga þeir félagarnir Arnar, Siggi Víðs og Óli P að baki 934 leiki og skoruðu í þeim 120 mörk. Þetta er einsdæmi jafnvel þótt leitað væri út fyrir landssteinana! En sjáum hvað hver þjálfari leggur til þessarar tölfræði:

Arnar Grétarsson: 289 leikir – 61 mörk með Blikum og 9 leikir og 1 mark með öðrum íslenskum félagsliðum. 92 landsleikir með öllum landsliðum Íslands og 8 mörk. Og 225 lekir og 38 mörk með erlendum félagsliðum.

Sigurður Víðisson: 127 leikir og 4 mörk með Blikum

Ólafur Pétursson: 12 leikir með Blikum. 26 leikir með yngri landsliðum Íslands. Og 154 leikir með öðrum liðum á íslandi. 

Samtals hjá öllum þremur:

  • Með Breiðabliki: 428 leikir og 73 mörk
  • Önnur félagslið:  388 leikir og 39 mörk
  • Landslið: 118 leikir og 8 mörk

Samtals 934 leikir og 120 mörk!

Svo sjáum við hvort þessi reynsla á bekknum skilar sér liðsins í leiknum gegn Þrótti á kvöld kl.21.00 í Egilshöll.

-AP

Til baka