BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Reisum styttu af Valda vallarverði

11.06.2015

Þann 9. júní 1926 fæddist Valdimar Kristinn Valimarsson eða Valdi vallarvörður, eins og hann var oftast kallaður.

Það er hópur eldri Blika sem er að vinna að því að gerð verði lágmynd af Valda og er hugmyndin að henni verði fundin staður við suðurenda nýju stúkunnar við Kópavogsvöll og hún afhjúpuð með athöfn þann 9. júní 2016 en þá hefði hann orðið níræður.

Fjölmargir, bæði strákar og stelpur eiga góðar og sterkar minningar um þennan mikla æskulýðsfrömuð.

Hópurinn hefur safnað nokkru fé hjá fyrirtækjum í bænum og einnig leggur Kópavogsbær nokkuð af mörkum en betur má ef duga skal.

Það er því von okkar að einstaklingar sem vilja styðja við þetta verkefni leggi einhverja fjárhæð t.d. eitt til fimmþúsund krónur inn á söfnunarreikning sem er hjá Arionbanka á kennitölu Breiðabliks munið að margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið er:
0322-26-8888
Kt. 4801690699

Til baka