BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi-deildin handan við hornið!- Blikar-Víkingur Ó á Kópavogsvelli á sunnudag kl.19.15

30.04.2016

Nú styttist í stóru stundina sem allir knattspyrnuáhugamenn hafa verið að bíða eftir. Íslandsmótið í knattspyrnu, Pepsí-deildin, hefst á sunnudag og tökum við Blikar á móti baráttujöxlunum frá Ólafsvík á Kópavogsvelli á sunnudag kl.19.15.

Víkingar Ó eru sýnd veiði en ekki gefin því þeir eru nýliðar og slíkt lið er alltaf sérstaklega hættulegt í fyrstu umferð. Við Blikar þurfum að eiga toppleik til að leggja þá af velli og eru okkar strákar vel á nótunum í þeim efnum. 

Addi og Kristó þjálfarar geta teflt fram nánast öllum leikmönnum í þessum leik nema að Jonathan Glenn byrjar Íslandsmótið í tveggja leikja banni.

Breiðablik og Víkingur Ó hafa mæst fimmtán sinnum í opinberri keppni. Blikar hafa sigrað í tólf leikjum og þrír hafa endað með jafntefli. Sjá nánar um viðureignir liðanna hér.

Vígsluleikur Kópavogsvallar var einmitt Breiðablik-Víkingur Ó árið 1975. Hægt er að lesa um þann leik hér.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka