BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Opnunarleikur Atlantic Cup 2014 í Albufeira í Portúgal í kvöld kl. 19:35

04.02.2014

Breiðablik tekur þátt í sterku æfingamóti; Atlantic Cup 2014 sem fer fram 3. – 13. Febrúar í Portúgal.

Auk Breiðabliks og FH munu sterk félög frá Norðurlöndunum taka þátt sem og félög frá öðrum löndum í Evrópu. Þáttökuliðin eru: FC Kobenhafn, FC Midtjylland, FC Slovan Liberec, FC Spartak Moscow, Örebro SK, FH Hafnarfjörður, Breiðablik UBK og SV Mattersburg.

Rapid Vín frá Austurríki sigraði mótið í fyrra, FC Midtjylland frá Danmörku vann árið 2012 og Elfsborg frá Svíþjóð varð meistari árið 2011.

Í leikmannahópurinn okkar, sem telur 26 leikmenn, eru tveir leikmen sem nýlega skrifuðu undir samning við félagið.  Skoski bakvörðurinn Jordan Halsmann gerði skrifaði undir samning til loka keppnistímabilsins 2014. Og Stefán Gíslason skrifaði í síðustu viku undir 3ja ára samning við Breiðablik. Bæði Jordan og Stefán hittu Breiðablikshópinn í gær.

Allir leikir mótsins verða sýndir í beinni sjónvarpsútsendingu á EURO SPORT 2. Útsendingin í kvöld hefst klukkan 19:35. SkjárSport sýnir EUROSPORT 2 gegnum ráð sína í opinni dagskrá. SkjárSport er á rás 30 á myndlyklum Símans og ráð 28 á myndlyklum Vodafone.

Áfram Breiðablik!

Til baka