Einn hinna ungu og efnilegu leikmanna Breiðabliks, Ólafur Hrafn Kjartansson, hefur verið…" /> Einn hinna ungu og efnilegu leikmanna Breiðabliks, Ólafur Hrafn Kjartansson, hefur verið…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ólafur Hrafn lánaður í HK

02.05.2017

Einn hinna ungu og efnilegu leikmanna Breiðabliks, Ólafur Hrafn Kjartansson, hefur verið lánaður til 1. deildarliðs HK.

Ólafur Hrafn sem er 20 ára gamall varð Íslandsmeistari með 2.flokksliðið Blika undanfarin tvö ár og hefur æft og spilað með meistaraflokknum í vetur.

Í fyrra var hann lánaður um mitt mót í Þór á Akureyri og spilaði þar 10 leiki í 1. deildinni í fyrra.

Ólafur Hrafn á 12 landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands og skoraði í þeim eitt mark. Hann á 6 leiki að baki með meistaraflokki Blika. 

Blikar.is senda Ólafi Hrafni baráttukveðjur og óskar honum velfarnaðar í baráttunni í 1. deildinni í sumar.

Til baka