Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks var haldinn í glersalnum í stúkunni á Kópavogsvelli. Eins og…" /> Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks var haldinn í glersalnum í stúkunni á Kópavogsvelli. Eins og…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ólafur Hrafn kosinn formaður

09.02.2017

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks var haldinn í glersalnum í stúkunni á Kópavogsvelli. Eins og hefur komið fram gaf Borghildur Sigurðardóttir ekki kost  á sér aftur sem formaður og var Ólafur Hrafn Ólafsson kosinn formaður í hennar stað. Rekstur deildarinnar heldur áfram að vaxa en var réttu megin við strikið eins og undanfarin ár. 

Aðrir í stjórn voru kosnir Vilhelm Þorsteinsson, Gunnar Þorvarðarson, Snorri Arnar Viðarsson, Halldór Arnarson, Flosi Eiríksson og Lilja Víglundsdóttir. Þau þrjú síðastnefndu eru nýliðar í stjórn og einnig Helgi Aðalsteinsson sem var kjörinn í varastjórn.

Fjörugar umræður voru á fundinum um skort á aðstöðu til vetraræfinga. Sífelt fjölgar iðkendum deildarinnar og hafa stjórnendur deildarinnar íhugað að takmarka þann fjölda sem æfir. Til að mæta þessum aukna fjölda hefur deildin meðal annars leigt tíma á ÍRvellinum með ærnum kostnaði. 

Í lokin voru Borghildi færð blóm og henni þökkuð frábær störf fyrir knattspyrnudeildina undanfarin 10 ár.

-AP

Til baka