BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Breiðabliks

08.09.2013

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Breiðabliks!

Nýr framkvæmdastjóri hjá Knattspyrnudeild

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ráðið Eysteinn Pétur Lárusson í starf framkvæmdastjóra.

Eysteinn hefur starfað undanfarin tvö ár sem framkvæmdastjóri hjá Hvöt á Blönduósi en var þar áður framkvæmdastjóri Þróttar í Reykjavík. Eysteinn er kennaramenntaður og með EUFA A gráðu í knattspyrnuþjálfun, en hann á einnig að baki fjölmarga leiki sem leikmaður í bæði efstu og næst efstu deild í knattspyrnu með Þrótti. Hann hefur því góða innsýn inn í og reynslu af rekstri íþróttafélaga.

Eysteinn þekkir vel til okkar Blika en hann og fjölskyldan hans hafa búið undanfarinn áratug í Kópavoginum, fyrir utan árin tvö fyrir norðan og hafa strákarnir hans æft með félaginu.

Hann tekur við starfinu af Atla Sigurðarsyni sem hefur tekið ákvörðun um að leita á önnur mið.

Um leið og stjórn knattspyrnudeildar þakkar Atla fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi býður Breiðablik Eysteinn Pétur velkominn til félagsins, en hann hóf störf nú um mánaðarmótin.

Stjórn Knattspyrnudeildar Breiðabliks

Til baka