BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Myndbandið: eina tap hinna ósigranlegu

27.03.2016

Fundist hefur fágætt myndband frá ári „hinna ósigranlegu“ — sveit Breiðabliks sem vann 1. deildina árið 2005 án þess að bíða ósigur. Bjarni Jóhannsson stýrði ungu liði Breiðabliks í gegnum 18 leiki það sumarið, þrettán unnust og fimm sinnum náðu andstæðingarnir að halda jöfnu. Breiðablik jafnaði með því stigametið í 1. deild en aðeins liði FH hafði tekist það sama á áttunda áratugnum.

Í 16-liða úrslitum í bikarkeppni KSÍ máttu heimamenn á Akranesi prísa sig sæla með að ná sigri eftir framlengdan leik — og vera með þar með eina félagið sem náði að leggja þá grænklæddu að velli það árið.

Hér má sjá alla leiki frá árinu 2005.

Til baka