BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Meistaraflokkar leika í Fífunni um helgina

13.01.2017

Það verður nóg um að vera hjá meistaraflokkunum okkar um helgina!

Strákarnir ríða á vaðið og mæta ÍBV tvisvar sinnum um helgina. Fyrst spilar varalið meistaraflokks karla gegn varaliði ÍBV í kvöld föstudag kl.20.00 í Fífunni. Þar munu einkum yngri strákarnir okkar fá að spreyta sig og einnig leikmenn sem hafa átt við meiðsli að stríða.

Á laugardag kl.10.00 er fyrsti leikur meistaraflokks karla í fótbolta.net mótinu. Andstæðingar okkar eru Eyjapeyjar og má búast við hörkuleik.

Það verður ekki síðri skemmtun kl.12.00 þegar stúlkurnar okkar mæta Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Faxaflóamótinu. Okkur hefur yfirleitt gengið vel gegn Stjörnunni í Fífunni og vonandi verður þar engin breyting á.

Við hvetjum alla Blika til að mæta í Fífuna og sjá skemmtilega knattspyrnuleiki. Nota líka tækifærið og spila í getraunum og heilsa upp á gamla og nýja vini og kunningja í getraunakaffi Blika á milli 10.00-12.00 á laugardag.

Til baka